Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2016 23:23 Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í Mosul. Vísir/AFP Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn. Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir írakskar öryggissveitir vera á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknar sinnar að stórborginni Mosul. Stefnt er að því að ná aftur valdi á borginni sem hefur verið á valdi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS frá í júní 2014.BBC hefur eftir talsmanninum, Peter Cook, að baráttan um borgina gæti tekið langan tíma þar sem óljóst sé hvort ISIS muni veita þeim mikla mótstöðu. Áætlað er að milli fjögur þúsund og átta þúsund liðsmenn ISIS hafist við í Mosul. Orrustan um Mosul er stærsta einstaka hernaðaraðgerðin í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003. Bandaríkjaher tekur þátt úr lofti og veitir stuðning í formi ráðgjafar og vopna en í bardögum á jörðu niðri eru aðeins írakskir og kúrdískir hermenn, alls um 30 þúsund talsins. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, valdi Mosul sem stað til að kynna myndun kalífadæmisins, svo að sögn Cook yrði það mikill táknrænn sigur að ná aftur valdi á borgunni úr höndum ISIS. „Fyrstu vísbendingar benda til að írakskar öryggissveitir hafi náð markmiðum sínum enn sem komið er og eru á undan áætlun eftir þennan fyrsta dag,“ segir Cook. Hann segir Bandaríkjaher sannfærðan um að Írakar séu þannig búnir að þeir geti klárað verkið. Bandaríkjaher sé svo reiðubúinn að aðstoða ásamt öðrum bandalagsríkjum. Kúrdar náðu fjölda smærri þorpa í útjaðri borgarinnar á sitt vald á fyrstu klukkustundum sóknarinnar. Í lok dags sögðust þeir hafa náð valdi á um 200 ferkílómetra svæði, níu smærri þorpum austur af borginni og stóran hluta vegarins milli Irbil og Mosul. Talið er að um 1,5 milljónir manna hafist við í borginni og er reiknað með að fjölmargir íbúar muni leggja á flótta úr borginni dragist átök á langinn.
Tengdar fréttir Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45