Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2016 15:15 Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011. Nóbelsverðlaun Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira