Leitað að vonarglætu í ófriðvænlegum heimi Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2016 07:00 Hvíthjálmarnir í Sýrlandi, sjálfboðaliðar sem bjarga fólki á átakasvæðum. Nordicphotos/AFP Norska Nóbelsverðlaunanefndin hefur undanfarið lagt töluverða vinnu í að finna vonarglætu friðar í annars harla ófriðvænlegum heimi. Niðurstaðan verður kynnt í dag klukkan 11 að norskum tíma, en þá verður klukkan níu hér á Íslandi. Þetta verður í 97. skiptið sem friðarverðlaun Nóbels verða veitt, en að þessu sinni hafa 376 tilnefningar borist nefndinni. Það er meira en nokkru sinni.Svetlana Gannushkina hefur stýrt samtökum sem aðstoða flóttafólk í Rússlandi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlar og friðarspekúlantar víða um heim hafa að venju spreytt sig á að geta sér til um hverjir helst komi til greina. Sumir hinna tilnefndu þykja afar ólíklegir, eins og til dæmis bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump sem tilnefndur er fyrir „hina öflugu hugmyndafræði sína um að styrkleiki leiði af sér frið“, að því er fullyrt er á fréttavef BBC. Aðrir þykja koma vel til greina, þar á meðal Frans páfi, afganskar hjólreiðakonur og grískir eyjaskeggjar sem hafa tekið á móti flóttafólki.Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, ásamt Ernest Moniz, orkumálaráðherra Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPKristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar PRIO í Ósló, hefur langa reynslu af því að giska á það hver helst komi til greina. Hann nefnir hjálparsveitir í Sýrlandi, baráttukonu í Rússlandi, kvensjúkdómalækni í Kenía, uppljóstrarann Edward Snowden og samningamenn frá Íran og Bandaríkjunum. Allt þangað til um síðustu helgi þóttu reyndar mestar líkur á því að friðarverðlaunin í ár kæmu í hlut Juans Manuals Santos Kólumbíuforseta og Rodrigo Londonos, leiðtoga FARC-skæruliðahreyfingarinnar, sem undirrituðu nýlega friðarsamning sem átti að binda enda á áratuga langan ófrið í landinu. Íbúar felldu hins vegar þetta samkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi, þannig að vart kemur lengur til greina að þeir fái verðlaunin þetta árið. Líklegir viðtakendur friðarverðlauna Nóbels í ár Aðstoð við flóttafólk í RússlandiSvetlana Gannushkina heitir rússnesk kona sem barist hefur ákaft fyrir réttindum flóttamanna í Rússlandi. Hún hefur talað máli flóttafólks og staðið fyrir því að útvega flóttafólki þar í landi bæði lagalega aðstoð og menntun. Fullvíst þykir að rússnesk stjórnvöld myndu líta á það sem beina ögrun verði hún fyrir valinu þetta árið.Denis Mukwege, kynsjúkdómalæknir í Austur-Kongó.Nordicphotos/AFPKjarnorkusamningur Írans og BandaríkjannaOrkumálaráðherrarnir Ernest Moniz, sem er bandarískur, og Ali Akbar Salehi, sem er íranskur, báru hitann og þungann af samningaviðræðum Írans og Bandaríkjanna um kjarnorkumál. Samningur var gerður í júlí síðastliðnum eftir langar og erfiðar viðræður. Spennan á milli ríkjanna hefur síðan minnkað mjög þótt efasemdaraddir bæði í Bandaríkjunum og Íran vari enn við því að afleiðingarnar geti orðið óþægilegar.Hvíthjálmarnir í SýrlandiHjálparstarfsmenn í Sýrlandi, oftast kenndir við hvítu hjálmana sem þeir bera, hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki úr húsarústum í Sýrlandi á helstu átakasvæðunum þar sem loftárásir dynja linnulaust á fólki. Þeir leggja sig í lífshættu á hverjum degi en halda áfram að koma fólki undir læknishendur eða til ástvina sem geta hlaupið undir bagga. Fórnarlömbum nauðgana hjálpaðKvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað þúsundum kvenna í Austur-Kongó, sem hafa orðið fyrir nauðgunum eða mátt þola annað kynferðislegt ofbeldi. Með honum hafa starfað tvær konur, Mama Jeanne og Mama Jeannette, sem hafa leitað uppi og hjálpað þolendum kynferðisofbeldis víða um land. Hann hefur áður verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir tveimur árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29 Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15 Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Norska Nóbelsverðlaunanefndin hefur undanfarið lagt töluverða vinnu í að finna vonarglætu friðar í annars harla ófriðvænlegum heimi. Niðurstaðan verður kynnt í dag klukkan 11 að norskum tíma, en þá verður klukkan níu hér á Íslandi. Þetta verður í 97. skiptið sem friðarverðlaun Nóbels verða veitt, en að þessu sinni hafa 376 tilnefningar borist nefndinni. Það er meira en nokkru sinni.Svetlana Gannushkina hefur stýrt samtökum sem aðstoða flóttafólk í Rússlandi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlar og friðarspekúlantar víða um heim hafa að venju spreytt sig á að geta sér til um hverjir helst komi til greina. Sumir hinna tilnefndu þykja afar ólíklegir, eins og til dæmis bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump sem tilnefndur er fyrir „hina öflugu hugmyndafræði sína um að styrkleiki leiði af sér frið“, að því er fullyrt er á fréttavef BBC. Aðrir þykja koma vel til greina, þar á meðal Frans páfi, afganskar hjólreiðakonur og grískir eyjaskeggjar sem hafa tekið á móti flóttafólki.Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, ásamt Ernest Moniz, orkumálaráðherra Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPKristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar PRIO í Ósló, hefur langa reynslu af því að giska á það hver helst komi til greina. Hann nefnir hjálparsveitir í Sýrlandi, baráttukonu í Rússlandi, kvensjúkdómalækni í Kenía, uppljóstrarann Edward Snowden og samningamenn frá Íran og Bandaríkjunum. Allt þangað til um síðustu helgi þóttu reyndar mestar líkur á því að friðarverðlaunin í ár kæmu í hlut Juans Manuals Santos Kólumbíuforseta og Rodrigo Londonos, leiðtoga FARC-skæruliðahreyfingarinnar, sem undirrituðu nýlega friðarsamning sem átti að binda enda á áratuga langan ófrið í landinu. Íbúar felldu hins vegar þetta samkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi, þannig að vart kemur lengur til greina að þeir fái verðlaunin þetta árið. Líklegir viðtakendur friðarverðlauna Nóbels í ár Aðstoð við flóttafólk í RússlandiSvetlana Gannushkina heitir rússnesk kona sem barist hefur ákaft fyrir réttindum flóttamanna í Rússlandi. Hún hefur talað máli flóttafólks og staðið fyrir því að útvega flóttafólki þar í landi bæði lagalega aðstoð og menntun. Fullvíst þykir að rússnesk stjórnvöld myndu líta á það sem beina ögrun verði hún fyrir valinu þetta árið.Denis Mukwege, kynsjúkdómalæknir í Austur-Kongó.Nordicphotos/AFPKjarnorkusamningur Írans og BandaríkjannaOrkumálaráðherrarnir Ernest Moniz, sem er bandarískur, og Ali Akbar Salehi, sem er íranskur, báru hitann og þungann af samningaviðræðum Írans og Bandaríkjanna um kjarnorkumál. Samningur var gerður í júlí síðastliðnum eftir langar og erfiðar viðræður. Spennan á milli ríkjanna hefur síðan minnkað mjög þótt efasemdaraddir bæði í Bandaríkjunum og Íran vari enn við því að afleiðingarnar geti orðið óþægilegar.Hvíthjálmarnir í SýrlandiHjálparstarfsmenn í Sýrlandi, oftast kenndir við hvítu hjálmana sem þeir bera, hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki úr húsarústum í Sýrlandi á helstu átakasvæðunum þar sem loftárásir dynja linnulaust á fólki. Þeir leggja sig í lífshættu á hverjum degi en halda áfram að koma fólki undir læknishendur eða til ástvina sem geta hlaupið undir bagga. Fórnarlömbum nauðgana hjálpaðKvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað þúsundum kvenna í Austur-Kongó, sem hafa orðið fyrir nauðgunum eða mátt þola annað kynferðislegt ofbeldi. Með honum hafa starfað tvær konur, Mama Jeanne og Mama Jeannette, sem hafa leitað uppi og hjálpað þolendum kynferðisofbeldis víða um land. Hann hefur áður verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hlaut Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir tveimur árum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29 Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15 Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fóru til Japan Japaninn Yoshinori Oshumi hlaut verðlaunin en hann hefur gert mikilvægar uppgötvanir í tengslum við sjálfsát frumna. 3. október 2016 23:29
Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. 4. október 2016 15:15
Fá Nóbelsverðlaun fyrir hönnun á minnstu vélum heims Jean-Pierre Sauvage, Sir J. Fraser Stoddart og Bernard L. Feringa hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði þetta árið. 5. október 2016 10:07