Guðlaugur Baldursson verður ekki áfram aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá FH og Ólafur Páll Snorrason ku vera á leið aftur í Hafnarfjörðinn.
Guðlaugur staðfestir við fótbolta.net að hann sé hættur með FH en hann hefur verið verið aðstoðarmaður Heimis frá 2011.
„Það var tekin ákvörðun um að breyta til hjá félaginu og fá inn nýjan aðila. Ég ætla ekki að tjá mig um þá ákvörðun sem slíka en ég var tilbúinn að vera eitt ár í viðbót," sagði Guðlaugur við fótbolta.net.
Samkvæmt heimildum síðunnar er Ólafur Páll Snorrason að taka við stöðu aðstoðarmanns. Hann var lengi leikmaður FH en hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis síðustu ár.
Guðlaugur hættur hjá FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn