Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. september 2016 07:00 Hjálpargögn liggja eins og hráviði í bænum Orum al-Kubra, skammt frá Aleppo, þar sem loftárás á bílalest kostaði um 20 manns lífið. Nordicphotos/AFP Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira