Færeyjar refsa Sea Shepherd Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2016 12:45 Bátur Sea Shepherd, sem dómstóll Færeyja hefur nú gert upptækan. Merki samtakanna er sjóræningjafáni. Mynd/Sea Shepherd. Dómstóll Færeyja dæmdi í gær umhverfisverndarsamtökin Sea Shepherd til greiðslu fjársektar og gerði bát þeirra upptækan fyrir að trufla grindhvalaveiðar og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum sýslumanns og lögreglu sumarið 2015. Fulltrúar Sea Shepherd mættu ekki í réttinn og gripu ekki til varna, þrátt fyrir að hafa verið birt ákæran með lögformlegum hætti. Samtökin sem lögaðili töldust hafa brotið gegn grindalögum Færeyja sem og refsilögum þann 12. ágúst 2015 þegar meðlimir þeirra sigldu ítrekað á miklum hraða í kringum og þvert í gegnum grindhvalavöðu á Sandavogi í því skyni að snúa henni aftur til hafs. Um leið hafi sjómenn á öðrum bátum við löglegar grindhvalaveiðar verið settir í hættu. Jafnframt voru Sea Shepherd-samtökin gerð ábyrg fyrir því að fimm meðlimir þeirra reyndu ítrekað að vaða út í fjöru til að reka hvalina út þrátt fyrir bann lögreglu. Sektarfjárhæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Verðmæti bátsins, sem lagt var hald á, er áætlað um fjórar milljónir króna, en hann er svokallaður ribb-bátur. Jafnframt voru samtökin dæmd til að greiða allan sakarkostnað en dóminn má lesa hér. Sea Shepherd-samtökin, sem hafa sjóræningjafána að merki sínu, hafa tvívegis áður verið dæmd og sektuð fyrir brot gegn grindalögum Færeyja. Þau höfðu árin 2014 og 2015 reynt að hindra grindhvalaveiðar en án árangurs. Lögþing Færeyja skerpti þá á grindalögum og er það talið hafa valdið því að Sea Shepherd-menn létu ekki sjá sig í Færeyjum í ár. Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust á Íslandi fyrir að hafa sökkt tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember árið 1986 og fyrir skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45 Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00 Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Dómstóll Færeyja dæmdi í gær umhverfisverndarsamtökin Sea Shepherd til greiðslu fjársektar og gerði bát þeirra upptækan fyrir að trufla grindhvalaveiðar og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum sýslumanns og lögreglu sumarið 2015. Fulltrúar Sea Shepherd mættu ekki í réttinn og gripu ekki til varna, þrátt fyrir að hafa verið birt ákæran með lögformlegum hætti. Samtökin sem lögaðili töldust hafa brotið gegn grindalögum Færeyja sem og refsilögum þann 12. ágúst 2015 þegar meðlimir þeirra sigldu ítrekað á miklum hraða í kringum og þvert í gegnum grindhvalavöðu á Sandavogi í því skyni að snúa henni aftur til hafs. Um leið hafi sjómenn á öðrum bátum við löglegar grindhvalaveiðar verið settir í hættu. Jafnframt voru Sea Shepherd-samtökin gerð ábyrg fyrir því að fimm meðlimir þeirra reyndu ítrekað að vaða út í fjöru til að reka hvalina út þrátt fyrir bann lögreglu. Sektarfjárhæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Verðmæti bátsins, sem lagt var hald á, er áætlað um fjórar milljónir króna, en hann er svokallaður ribb-bátur. Jafnframt voru samtökin dæmd til að greiða allan sakarkostnað en dóminn má lesa hér. Sea Shepherd-samtökin, sem hafa sjóræningjafána að merki sínu, hafa tvívegis áður verið dæmd og sektuð fyrir brot gegn grindalögum Færeyja. Þau höfðu árin 2014 og 2015 reynt að hindra grindhvalaveiðar en án árangurs. Lögþing Færeyja skerpti þá á grindalögum og er það talið hafa valdið því að Sea Shepherd-menn létu ekki sjá sig í Færeyjum í ár. Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust á Íslandi fyrir að hafa sökkt tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember árið 1986 og fyrir skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45 Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00 Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45
Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00
Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30
Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43
Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48