Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Hvernig getur hann ekki látið þetta mark standa?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafsvíkingar voru langt frá því að vera sáttir við markið sem Erlendur Eiríksson dæmdi af þeim í 0-1 tapinu fyrir KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Þegar 15 mínútur voru til leiksloka sló Stefán Logi Magnússon, marvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið stóð þó ekki því Erlendur dæmdi aukaspyrnu á Þorstein Má Ragnarsson, fyrirliða Víkinga.

„Ég sé ekki að hann sé að gera eitthvað af sér þarna. Ég hélt það væri verið að dæma mark og þetta væri mark,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

„Stefán ýtir í hann [Þorstein] og Indriði [Sigurðsson] rífur í hann. Það er ekkert sem Þorsteinn er að gera,“ bætti Hjörvar við.

Sjá einnig: „Markið“ í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt

Hörður Magnússon var á sama máli og furðaði sig á dómi Erlendar.

„Sjáiði Erlend, hann er í fulkominni stöðu. Þetta er bara sjálfsmark, hann slær boltann inn. Hvernig getur hann ekki látið þetta mark standa?“ sagði Hörður forviða.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.