Íslenski boltinn

Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skráning marka í Pepsi-deildinni er hlutur sem fer fyrir brjóstið á strákunum í Pepsi-mörkunum og þá sérstaklega Herði Magnússyni, umsjónarmanni þáttarins. Nokkur mörk hafa litið dagsins ljós í deildinni sem voru furðulega skráð og eru það jafnvel enn þá.

Garðar Gunnlaugsson er búinn að skora fjórtán mörk fyrir ÍA en eitt þeirra „skoraði“ Skagamaðurinn eftir að boltinn var augljóslega kominn yfir línuna. Ekki er búið að breyta þeirri skýrslu.

Markanefndin tók mark af Ármanni Smára Björnssyni, miðverði ÍA, eftir að Pepsi-mörkin bentu á að þar væri um sjálfsmark að ræða hjá fyrirliða Valsmanna. Þá stendur mark Finns Orra Margeirssonar enn þá fyrir KR gegn Stjörnunni en hann skaut í tvo Stjörnumenn og inn.

„Af því Finnur Orri var ekki búinn að skora í efstu deild fær hann þetta mark skráð á sig þó boltinn fari í tvö Stjörnumenn,“ sagði Hörður Magnússon í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Hann er tilbúinn að taka það að sér ásamt sérfræðingum Pepsi-markanna að greina mörkin þannig rétt verði rétt. „Við værum frábærir í þetta en við myndum taka eitthvað fyrir. Ég hef mikla reynslu af því að fá á mig mörk og þú hefur skorað mörk. Þetta væri skemmtilegt starf, en ég er sammála þessu, ég vil hafa hlutina rétta,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×