Powell sagði Trump vera þjóðarskömm Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2016 10:55 Donald Trump og Colin Powell. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira