Hermann: Öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 15. september 2016 20:07 vísir/ernir „Svekkjandi að taka engan punkt miðað við frammistöðu. Frammistaðan var mjög góð,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 3-2 tapið gegn FH í kvöld. „Skyndisóknirnar voru vel útfærðar. Baráttan góð og skipulagið. Það gekk upp sem við vorum að reyna að gera, að fá þá í lengri bolta og fyrirgjafir. Það gekk vel að verjast því. „Svo veit maður ekki hvað gerist í öðru markinu, það var smá kjaftshögg. Maður tekur fullt af jákvæðum punktum út úr þessu. Þetta var gríðarlega flott frammistaða. Meira er ekki hægt að biðja um,“ sagði Hermann. Fylkir barðist hetjulega í leiknum en varð fyrir áfalli í lokin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði liðsins fékk beint rautt spjald þegar boltinn fór í höndina á honum í teignum á síðustu mínútu leiksins. „Það skiptir alltaf öllu máli hvernig maður labbar útaf vellinum, hvort maður geti borið höfuðið hátt eða ekki og við getum það. Þetta var flott frammistaða og fúlt að hafa ekki fengið neitt út úr því. „Það er öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknum ef þetta er rautt spjald. Þetta er bara víti. Þetta var á síðustu sekúndunum í leiknum og þetta var ekki viljandi. Hann hendir sér einhvern vegin og þetta fer í höndina. „Reglur og bækur og eitthvað en notaðu skynsemina og þá er þetta í lagi. Auðvitað er hann bara óheppinn að fá hann í höndina. Hann hendir sér fyrir og þetta gerist á fullum hraða. Þetta er rándýrt fyrir okkur,“ sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Svekkjandi að taka engan punkt miðað við frammistöðu. Frammistaðan var mjög góð,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 3-2 tapið gegn FH í kvöld. „Skyndisóknirnar voru vel útfærðar. Baráttan góð og skipulagið. Það gekk upp sem við vorum að reyna að gera, að fá þá í lengri bolta og fyrirgjafir. Það gekk vel að verjast því. „Svo veit maður ekki hvað gerist í öðru markinu, það var smá kjaftshögg. Maður tekur fullt af jákvæðum punktum út úr þessu. Þetta var gríðarlega flott frammistaða. Meira er ekki hægt að biðja um,“ sagði Hermann. Fylkir barðist hetjulega í leiknum en varð fyrir áfalli í lokin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði liðsins fékk beint rautt spjald þegar boltinn fór í höndina á honum í teignum á síðustu mínútu leiksins. „Það skiptir alltaf öllu máli hvernig maður labbar útaf vellinum, hvort maður geti borið höfuðið hátt eða ekki og við getum það. Þetta var flott frammistaða og fúlt að hafa ekki fengið neitt út úr því. „Það er öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknum ef þetta er rautt spjald. Þetta er bara víti. Þetta var á síðustu sekúndunum í leiknum og þetta var ekki viljandi. Hann hendir sér einhvern vegin og þetta fer í höndina. „Reglur og bækur og eitthvað en notaðu skynsemina og þá er þetta í lagi. Auðvitað er hann bara óheppinn að fá hann í höndina. Hann hendir sér fyrir og þetta gerist á fullum hraða. Þetta er rándýrt fyrir okkur,“ sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira