Mótmælendur stöðvuðu flugumferð í London Anton Egilsson skrifar 6. september 2016 12:45 Níu manns voru handteknir í kjölfar mótmælanna. Vísir/AFP Öll flugumferð stöðvaðist vegna mótmæla á London City Airport í austurhluta borgarinnar laust fyrir klukkan sex í morgun. Lögregla þar í borg var kölluð til eftir að tilkynnt var um níu einstaklinga sem höfðu hlekkjað sig hvert við annað út á miðri flugbraut flugvallarins í mótmælaskyni. Enn er ekki vitað hvernig mótmælendunum tókst að komast út á flugbrautina. BBC greinir frá þessu. Fjöldahreyfingin Black Lives Matter hefur lýst yfir ábyrgð á mótmælunum. Black Lives Matter er alþjóðleg fjöldahreyfing sem berst gegn ofbeldi og kerfisbundnum kynþáttafordómum í garð dökks fólks. Hreyfingin komst fyrst í heimspressuna árið 2013 þegar myllumerkið #BlackLivesMatter fór mikinn á Twitter í kjölfar þess að George Zimmerman var sýknaður af ákæru um morð á Trayvon Martin, 17 ára dökkum menntaskólanema í Flórída. Í kjölfar mótmælanna á flugbrautinni á London City Airport í dag gaf hreyfingin út yfirlýsingu. Í henni kemur fram að tilgangur þeirra hafi verið sá að varpa ljósi á umhverfisáhrif flugferða á líf dökks fólks á staðnum sem og á heimsvísu. Í yfirlýsingunni segir einnig að í Bretlandi sé 28% af dökku fólki líklegra til að verða fyrir áhrifum loftmengunar þar sem það býr í nágrenni við staði þar sem atvinnugreinar sem valda miklum loftlagsbreytingum eru viðhafðar. Lögregla hefur nú handsamað alla níu mótmælendurna en flugumferð liggur ennþá niðri og mun gera það fram eftir degi. Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12 George Zimmerman sýknaður George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum. 14. júlí 2013 10:07 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Öll flugumferð stöðvaðist vegna mótmæla á London City Airport í austurhluta borgarinnar laust fyrir klukkan sex í morgun. Lögregla þar í borg var kölluð til eftir að tilkynnt var um níu einstaklinga sem höfðu hlekkjað sig hvert við annað út á miðri flugbraut flugvallarins í mótmælaskyni. Enn er ekki vitað hvernig mótmælendunum tókst að komast út á flugbrautina. BBC greinir frá þessu. Fjöldahreyfingin Black Lives Matter hefur lýst yfir ábyrgð á mótmælunum. Black Lives Matter er alþjóðleg fjöldahreyfing sem berst gegn ofbeldi og kerfisbundnum kynþáttafordómum í garð dökks fólks. Hreyfingin komst fyrst í heimspressuna árið 2013 þegar myllumerkið #BlackLivesMatter fór mikinn á Twitter í kjölfar þess að George Zimmerman var sýknaður af ákæru um morð á Trayvon Martin, 17 ára dökkum menntaskólanema í Flórída. Í kjölfar mótmælanna á flugbrautinni á London City Airport í dag gaf hreyfingin út yfirlýsingu. Í henni kemur fram að tilgangur þeirra hafi verið sá að varpa ljósi á umhverfisáhrif flugferða á líf dökks fólks á staðnum sem og á heimsvísu. Í yfirlýsingunni segir einnig að í Bretlandi sé 28% af dökku fólki líklegra til að verða fyrir áhrifum loftmengunar þar sem það býr í nágrenni við staði þar sem atvinnugreinar sem valda miklum loftlagsbreytingum eru viðhafðar. Lögregla hefur nú handsamað alla níu mótmælendurna en flugumferð liggur ennþá niðri og mun gera það fram eftir degi.
Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12 George Zimmerman sýknaður George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum. 14. júlí 2013 10:07 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42
Zimmerman ákærður fyrir morð George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana. 12. apríl 2012 08:12
George Zimmerman sýknaður George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum. 14. júlí 2013 10:07
Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28