Erlent

Hjart­næm ræða Noregs­konungs vekur at­hygli

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Haraldur Noregskonungur í hallargarðinum.
Haraldur Noregskonungur í hallargarðinum. vísir/epa

Ræða Haraldar Noregskonungs sem hann flutti í garðveislu í hallargarði konungshallarinnar í Osló hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í ræðunni lofsamar Haraldur fjölbreytileika norsku þjóðarinnar. „Norðmenn koma frá Norður-Noregi, Mið-Noregi og Suður-Noregi en einnig frá öllum öðrum svæðum heimsins. Norðmenn hafa flust búferlum frá Afghanistan, Pakistan og Póllandi, Svíþjóð, Sómalíu og Sýrlandi. Amma mín og afi fluttu hingað frá Danmörku og Englandi fyrir 110 árum síðan,“ sagði Haraldur í ræðunni.

Ummæli Haraldar um trúmál hafa vakið mikla athygli en hann fullyrti að Norðmenn tryðu á það sem þeir vildu, „Norðmenn trúa á Guð, á Allah, á alheiminn eða ekkert.“ 

Haraldur beindi auk þess sjónum sínum að samkynhneigðum. „Norðmenn eru stelpur sem elska stelpur og strákar sem elska stráka og strákar og stelpur sem elska hvert annað.“

Ræðunni hefur verið deilt 32,202 sinnum á Facebook og fengið 79 þúsund læk. Sömuleiðis hafa tístarar keppst við að dásama ræðuna á Twitter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×