Tyrkir senda ellefu þúsund kennara í leyfi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2016 07:00 Tyrknesk börn nýta síðustu daga sumarfrísins í að kæla sig niður í hitanum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00
Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09