Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. ágúst 2016 07:00 „Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45
Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36