Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 17:01 161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
161 óbreyttur borgari lét lífið í átökunum í Tyrklandi í nótt. Þá létu 104 uppreisnarmenn lífið þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán á meðan Tacip Erdogan forseti var í fríi á Marmaris. Tilraunin misheppnaðist, stjórnvöld hafa náð tökum á ástandinu samkvæmt erlendum fjölmiðlum og 3000 hermenn hafa verið handteknir og 2700 dómarar reknir fyrir meint tengsl við valdaránið. Háttsettir menn í hernum hafa verið handteknir og sakaðir um að hafa tekið þátt í aðgerðunum. Tyrkneska þingið kom saman í dag og var þingfundur með sérstakara móti. Leiðtogi þeirra fjögurra flokka sem sæti eiga á þingi héldu sína ræðuna hver þar sem þeir fordæmdu tilraunina til valdaráns. Þá hófst þingfundur á mínútuþögn auk þess sem þjóðsöngur Tyrkja var leikinn í þingsal. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði í ávarpi sínu í þingsal að þetta væri merkilegt augnablik í sögu tyrkneskra stjórnmála og vísaði til þverpólitískrar samstöðu þingsins. Reuters greinir frá því að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi fordæmt aðgerðirnar og ítrekað mikilvægi þess að þeir brotlegu, sem saksóttir verða fyrir landráð, fái réttláta málsmeðferð. Hún sagði Berlín standa með þeim sem verja lýðræði og lagabókstafinn. „Þetta er harmleikur, það hversu margir létust í þessari tilraun til valdaráns,“ sagði Merkel. „Blóðsúthellingum í Tyrklandi verður að linna.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32