Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 14:49 Uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum taka mynd af sér við jaðar þorps sem þeir tóku af SDF. Vísir/GETTY Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira