Chris Brown handtekinn fyrir að miða byssu á konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:43 Chris Brown. vísir/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT
Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15