Chris Brown handtekinn fyrir að miða byssu á konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:43 Chris Brown. vísir/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT
Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15