Chris Brown handtekinn fyrir að miða byssu á konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:43 Chris Brown. vísir/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT
Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15