Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 23:27 Það var grátið af gleði á götum Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í kvöld eftir að ljóst var að friðarsamningurinn var í höfn. vísir/getty Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00
Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28
Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30