Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Höskuldur hetja Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2016 19:45 Úr fyrri leik liðanna í sumar. vísir/anton Blikar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum, 2-1, í Pepsi-deild karla og minnkuðu þar með forystu FH á toppnum í fjögur stig. FH-ingar eiga þó leik til góða á morgun en þá klárast 17. umferð deildarinnar. Arnþór Ari Atlason skoraði fyrsta mark leiksins eftir tíu mínútna leik fyrir Breiðblik en Stjörnumenn jöfnuðu metin strax í næstu sókn þegar Halldór Orri Björnsson skoraði. Það var síðan Höskuldur Gunnlaugsson sem skoraði sigurmark Blika á 90. mínútu leiksins. Breiðablik komið upp í annað sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir FH. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fleiri færi en Stjörnumönnum óx ásmegin eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og virtust nær því að tryggja sér sigurinn, er Höskuldur skoraði skyndilega sigurmark Blika með skalla eftir aukaspyrnu. Hann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð og spilað alls fjóra leiki í röð án þess að vinna.Af hverju vann Breiðablik? Í jöfnum leik þar sem smáatriði ráða úrslitum má segja að lukkan hafi verið með Blikum í þetta skiptið. Slæm varnarvinna í föstu leikatriði hjá Stjörnunni gerði Garðbæingum enga greiða og geta þeir sjálfum sér um kennt að hafa ekki verið búnir að nýta eitthvað af þeim færum sem þeir fengu rétt áður en Blikar skoruðu. Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn niðurstaða í kvöld. Blikarnir byrjuðu betur en sváfu á verðinum í jöfnunarmarki Stjörnunnar, sem þeir fengu í andlitið rétt eftir að hafa komist yfir. En þeir héldu ekki pressunni gangandi allan leikinn og gestirnir komust betur inn í hann í síðari hálfleik.Þessir stóðu upp úr Miðverðir beggja liða og markverðir stóðu upp úr. Annars var heldur fátt um fína drætti. Þetta var ekki besti leikur liðanna í sumar og kom á óvart að liðin sýndu ekki meiri ákefð en þau gerðu og þá sérstaklega Garðbæingar, sem þurftu nauðsynlega að koma sér aftur á rétta sporið í dag eftir slæmt gengi að undanförnu. Það var einnig gaman að sjá Höskuld nýta þær mínútur sem hann fékk í kvöld og skora sigurmarkið. Höskuldur hefur margsinnis sýnt hversu öflugur knattspyrnumaður hann er og ef hann kemst í almennilega í gang gæti það verið afar gott fyrir Breiðablik á lokaspretti tímabilsins.Hvað gekk vel? Sem fyrr segir hafa liðin oft sýnt betri spilamennsku en í kvöld. Varnarmenn höfðu nóg að gera í leiknum og komust vel frá sínu, ef frá eru talin mistök í dekkningu í bæði marki Stjörnumanna og sigurmarki Blika. Kerr leit svo illa út í fyrra marki Stjörnunnar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Stjörnumenn söknuðu Guðjóns Baldvinssonar, sem er tognaður í baki, og í fjarveru hans náði Hólmbert Aron Friðjónsson ekki að nýta tækifærið nógu vel. Hilmar Árni Halldórsson, sem hefur átt frábært sumar, virtist einnig vera langt frá sínu besta. Uppspilið var betra hjá Blikum en Árni Vilhjálmsson hefði átt að nýta þau færi sem hann fékk í kvöld og skora. En það kom ekki að sök í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Blikar bíða og sjá hvort að FH-ingar nái að vinna Víking í Ólafsvík á morgun og þar með endurheimta sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. FH og Breiðablik mætast svo í næstu umferð en nú verður gert hlé á deildinni í um tvær vikur vegna landsleikja. Stjörnumenn verða að nýta pásuna vel og finna úr því hvað hefur farið úrskeðis síðustu vikurnar. Það er langt síðan að Stjarnan lék fjóra leiki í röð án sigurs en liðið á samt góðan möguleika á Evrópusæti. Garðbæingar verða að láta sér það duga að stefna á það úr þessu.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/stefánArnar: Sjáum hvort að FH geri okkur greiða og tapi Arnar Grétarsson var hæstánægður eftir að hans menn í Breiðabliki unnu dramatískan 2-1 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í dag. Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið með skalla á 90. mínútu. „Ég er ánægður með að fá þrjú stig og ég er mjög ánægður fyrir hönd Höskuldar. Það er gaman fyrir hann að hafa skorað sigurmarkið,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. „Mér fannst þetta verðskuldað hjá okkur. Við fengum heilt yfir hættulegri færi, þó svo að við höfum oft spilað betur en við gerðum í dag. Fyrri hálfleikur var slakari en seinni allt í lagi.“ „Ég var byrjaður að naga mig í handabökin að hafa ekki nýtt færin okkar og orðinn hræddur um að þetta yrði bara eitt stig í dag. En þetta var gríðarlega mikilvægur sigur.“ FH er nú með fjögurra stiga forystu á Breiðablik en á leik til góða gegn Víkingi Ólafsvík á morgun. FH og Blikar mætast svo í Kaplakrika í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. „Við skulum sjá til hvað gerist ef FH gerir okkur greiða á morgun og tapar. Þá fáum við skemmtilegan leik þegar við mætum þeim,“ sagði Arnar. „En ég er ekkert að hugsa um titilinn. Við erum aðallega í því að berjast um annað sætið og við skulum sjá til hvað gerist á morgun og hvort að hitt verður í boði.“Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirRúnar Páll: Ömurleg dekkning Rúnar Páll Sigmundsson segir það skelfilegt að hafa tapað enn einum leiknum í Pepsi-deild karla. Rúnar Páll og hans menn í Stjörnunni hafa ekki unnið í fjórum leikjum í röð og um leið gefið frá sér allar vonir um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan tapaði í dag fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2-1, eftir að varamaðurinn Höskuldur Sigurjónsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. „Þetta er hrikalega svekkjandi. Það er það eina sem ég get sagt núna. Mér fannst við vera með leikinn og eiga margar góðar sóknir,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn. „Hvað var það svo sem gerist? Ömurleg dekkning í föstu leikatriði frá miðju. Þetta var alveg glórulaust.“ Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð og Rúnar Páll segir að það sér erfitt að taka því. „Það segir sig sjálft. Það er skelfilegt að fá ekkert úr þessu. Við verðum að koma ferskir inn í þetta eftir landsleikjafríið.“VísirOliver: Missti aldrei trúna „Þetta er ólýsanlegt. Maður er nánast í sjokki,“ sagði kampakátur Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. „Þetta var virkilega mikilvægt stig og æðislegt að hafa klárað þennan leik. Mjög gott að hafa náð því fyrir þetta tveggja vikna frí sem við erum að fara í,“ sagði hann enn fremur. Oliver segist alltaf hafa haft trú á því að sigurmarkið gæti komið. „Ég missti aldrei vonina. Við duttum að vísu aðeins til baka og gáfum þeim pláss úti á köntunum en við erum með gott lið og getum skorað gegn hverjum sem er. Ég var viss um að markið myndi koma.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Blikar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum, 2-1, í Pepsi-deild karla og minnkuðu þar með forystu FH á toppnum í fjögur stig. FH-ingar eiga þó leik til góða á morgun en þá klárast 17. umferð deildarinnar. Arnþór Ari Atlason skoraði fyrsta mark leiksins eftir tíu mínútna leik fyrir Breiðblik en Stjörnumenn jöfnuðu metin strax í næstu sókn þegar Halldór Orri Björnsson skoraði. Það var síðan Höskuldur Gunnlaugsson sem skoraði sigurmark Blika á 90. mínútu leiksins. Breiðablik komið upp í annað sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir FH. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fleiri færi en Stjörnumönnum óx ásmegin eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og virtust nær því að tryggja sér sigurinn, er Höskuldur skoraði skyndilega sigurmark Blika með skalla eftir aukaspyrnu. Hann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð og spilað alls fjóra leiki í röð án þess að vinna.Af hverju vann Breiðablik? Í jöfnum leik þar sem smáatriði ráða úrslitum má segja að lukkan hafi verið með Blikum í þetta skiptið. Slæm varnarvinna í föstu leikatriði hjá Stjörnunni gerði Garðbæingum enga greiða og geta þeir sjálfum sér um kennt að hafa ekki verið búnir að nýta eitthvað af þeim færum sem þeir fengu rétt áður en Blikar skoruðu. Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn niðurstaða í kvöld. Blikarnir byrjuðu betur en sváfu á verðinum í jöfnunarmarki Stjörnunnar, sem þeir fengu í andlitið rétt eftir að hafa komist yfir. En þeir héldu ekki pressunni gangandi allan leikinn og gestirnir komust betur inn í hann í síðari hálfleik.Þessir stóðu upp úr Miðverðir beggja liða og markverðir stóðu upp úr. Annars var heldur fátt um fína drætti. Þetta var ekki besti leikur liðanna í sumar og kom á óvart að liðin sýndu ekki meiri ákefð en þau gerðu og þá sérstaklega Garðbæingar, sem þurftu nauðsynlega að koma sér aftur á rétta sporið í dag eftir slæmt gengi að undanförnu. Það var einnig gaman að sjá Höskuld nýta þær mínútur sem hann fékk í kvöld og skora sigurmarkið. Höskuldur hefur margsinnis sýnt hversu öflugur knattspyrnumaður hann er og ef hann kemst í almennilega í gang gæti það verið afar gott fyrir Breiðablik á lokaspretti tímabilsins.Hvað gekk vel? Sem fyrr segir hafa liðin oft sýnt betri spilamennsku en í kvöld. Varnarmenn höfðu nóg að gera í leiknum og komust vel frá sínu, ef frá eru talin mistök í dekkningu í bæði marki Stjörnumanna og sigurmarki Blika. Kerr leit svo illa út í fyrra marki Stjörnunnar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Stjörnumenn söknuðu Guðjóns Baldvinssonar, sem er tognaður í baki, og í fjarveru hans náði Hólmbert Aron Friðjónsson ekki að nýta tækifærið nógu vel. Hilmar Árni Halldórsson, sem hefur átt frábært sumar, virtist einnig vera langt frá sínu besta. Uppspilið var betra hjá Blikum en Árni Vilhjálmsson hefði átt að nýta þau færi sem hann fékk í kvöld og skora. En það kom ekki að sök í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Blikar bíða og sjá hvort að FH-ingar nái að vinna Víking í Ólafsvík á morgun og þar með endurheimta sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. FH og Breiðablik mætast svo í næstu umferð en nú verður gert hlé á deildinni í um tvær vikur vegna landsleikja. Stjörnumenn verða að nýta pásuna vel og finna úr því hvað hefur farið úrskeðis síðustu vikurnar. Það er langt síðan að Stjarnan lék fjóra leiki í röð án sigurs en liðið á samt góðan möguleika á Evrópusæti. Garðbæingar verða að láta sér það duga að stefna á það úr þessu.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/stefánArnar: Sjáum hvort að FH geri okkur greiða og tapi Arnar Grétarsson var hæstánægður eftir að hans menn í Breiðabliki unnu dramatískan 2-1 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í dag. Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið með skalla á 90. mínútu. „Ég er ánægður með að fá þrjú stig og ég er mjög ánægður fyrir hönd Höskuldar. Það er gaman fyrir hann að hafa skorað sigurmarkið,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. „Mér fannst þetta verðskuldað hjá okkur. Við fengum heilt yfir hættulegri færi, þó svo að við höfum oft spilað betur en við gerðum í dag. Fyrri hálfleikur var slakari en seinni allt í lagi.“ „Ég var byrjaður að naga mig í handabökin að hafa ekki nýtt færin okkar og orðinn hræddur um að þetta yrði bara eitt stig í dag. En þetta var gríðarlega mikilvægur sigur.“ FH er nú með fjögurra stiga forystu á Breiðablik en á leik til góða gegn Víkingi Ólafsvík á morgun. FH og Blikar mætast svo í Kaplakrika í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. „Við skulum sjá til hvað gerist ef FH gerir okkur greiða á morgun og tapar. Þá fáum við skemmtilegan leik þegar við mætum þeim,“ sagði Arnar. „En ég er ekkert að hugsa um titilinn. Við erum aðallega í því að berjast um annað sætið og við skulum sjá til hvað gerist á morgun og hvort að hitt verður í boði.“Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirRúnar Páll: Ömurleg dekkning Rúnar Páll Sigmundsson segir það skelfilegt að hafa tapað enn einum leiknum í Pepsi-deild karla. Rúnar Páll og hans menn í Stjörnunni hafa ekki unnið í fjórum leikjum í röð og um leið gefið frá sér allar vonir um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan tapaði í dag fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2-1, eftir að varamaðurinn Höskuldur Sigurjónsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. „Þetta er hrikalega svekkjandi. Það er það eina sem ég get sagt núna. Mér fannst við vera með leikinn og eiga margar góðar sóknir,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn. „Hvað var það svo sem gerist? Ömurleg dekkning í föstu leikatriði frá miðju. Þetta var alveg glórulaust.“ Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð og Rúnar Páll segir að það sér erfitt að taka því. „Það segir sig sjálft. Það er skelfilegt að fá ekkert úr þessu. Við verðum að koma ferskir inn í þetta eftir landsleikjafríið.“VísirOliver: Missti aldrei trúna „Þetta er ólýsanlegt. Maður er nánast í sjokki,“ sagði kampakátur Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 2-1 sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. „Þetta var virkilega mikilvægt stig og æðislegt að hafa klárað þennan leik. Mjög gott að hafa náð því fyrir þetta tveggja vikna frí sem við erum að fara í,“ sagði hann enn fremur. Oliver segist alltaf hafa haft trú á því að sigurmarkið gæti komið. „Ég missti aldrei vonina. Við duttum að vísu aðeins til baka og gáfum þeim pláss úti á köntunum en við erum með gott lið og getum skorað gegn hverjum sem er. Ég var viss um að markið myndi koma.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki