Gamli skólinn í öllu sínu veldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Fyrirliðarnir með bikarinn sem verður barist um í dag. vísir/eyþór Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira