Lögreglustjóri um bandarísku sundkappana: „Afsökunarbeiðni væri vel þegin“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 21:07 Ryan Lochte Vísir/EPA Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38