Heimir: Helgi var næstur á listanum eftir Eiði Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2016 13:15 Heimir Hallgrímsson á fundinum í morgun. Vísir/Jóhanna Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“ Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“
Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki