Heimir: Helgi var næstur á listanum eftir Eiði Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2016 13:15 Heimir Hallgrímsson á fundinum í morgun. Vísir/Jóhanna Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“ Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Helgi Kolviðsson var í dag kynntur til sögunnar sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Helgi var sjálfur landsliðsmaður á sínum tíma en spilaði lengi í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann hefur síðan verið þjálfari um árabil. Heimir hefur verið að leita að aðstoðarþjálfara eftir að hann tók einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar, en þá hætti Lars Lagerbäck störfum. Hann var fyrst í viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen um þessa stöðu. „Eftir að Eiður Smári gaf þetta frá sér þá var Helgi næstur í röðinni og það var gaman hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru í raun þrjár vikur síðan að við gengum frá þessu,“ segir Heimir en Eiður Smári gaf sér tíma til að hugsa um tilboð Heimis á sínum tíma. „Ég ræddi strax við hann þegar ég gerði minn samning og hann hafði þetta í kollinum. Svo vissum við ekki hvort að Lars myndi vera áfram eða ekki en þegar hann gaf það svo út var málið tekið upp á ný.“ „En eðlilega vill hann spila áfram og hann hefur sýnt að hann á nóg eftir. Þetta fer ekki með saman með því að spila og því verður þetta að bíða betri tíma,“ segir Heimir enn fremur. Landsliðsþjálfarinn segist ánægður með það teymi sem hann hefur komið saman en Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markvarðaþjálfari liðsins og þá hefur nýr styrktarþjálfari verið ráðinn. „Við höfum lært mjög mikið, síðasta ár sérstaklega og sú reynsla er okkur að koma til góða núna. Það eru margir sem koma að þessu og við höfum allir átt mjög gott samstarf.“ Hann segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé alltaf að batna. „Við erum alltaf að leita að hlutum sem við getum bætt. Það er nóg af þeim þáttum hjá okkur og við lítum gagnrýnt á það sem við erum að gera. Þetta er alltaf að batna og fyrir það ber að hrósa KSÍ.“ Heimir segir að Helgi hafi aðeins öðruvísi sýn á þjálfun en hann sjálfur. „Hann hefur sinn bakgrunn í Þýskalandi og hefur aðeins aðra sýn á taktík og annað slíkt. Hann hefur ekki verið að trana sér of mikið fram til þessa enda erum við enn að kynnast hvorum öðrum. En hann er líklega með aðeins aðra sýn á fótboltann en margir Íslendingar og það er bara frábært.“
Fótbolti Tengdar fréttir Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. 5. ágúst 2016 11:06