Erdogan féll frá lögsóknum á hendur fólki sem hefur móðgað hann Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2016 20:31 Forseti Tyrklands hefur ákveðið að falla frá um tvö þúsund lögsóknum á hendur fólki sem hefur að hans mati móðgað hann sem þjóðhöfðingja. Hann lýsti því jafnframt yfir að þeir sem sýndu valdaránsmönnum samúð væru engir vinir Tyrklands. Gríðarlegar hreinsanir hafa átt sér stað í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán hluta hersins dagana 15. og 16. júlí síðastliðinn og hafa tugir þúsunda manna verið handteknar og svift embættum sínum. Þá hefur miklum fjölda fjölmiðla verið lokað. Recep Tayyip Erdogan forseti landsins er einstaklega hörundssár þjóðarleiðtogi og hafa um tvö þúsund manns verið lögsótt fyrir niðrandi ummæli um forsetann eða teiknimyndir sem setja hann í skoplegt eða gagnrýnið ljós frá því hann tók við völdum fyrir átján mánuðum. Í dag opnaði forsetinn menningarsetur í Ankara til heiðurs fórnarlamba valdaránstilraunarinnar og virtist þá hafa myldast aðeins. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að draga öll dómsmál vegna til baka gegn þeim sem hafa vanvirt mig og móðgað í gegnum tíðina,“ sagði Erdogan á opnum fundi. Þetta sagðist forsetinn gera í anda þeirrar samstöðu sem skapast hefði í landinu eftir valdaránstilraunina. En það getur varðað allt að fjórum árum í fangelsi að móðga forsetann samkvæmt tyrkneskum lögum sem hefur nánast aldrei verið beitt fyrir valdatöku Erdogans fyrir átján mánuðum. Hann hefur beitt lögunum gegn blaðamönnum, teiknurum, fræðimönnum og jafnvel börnum. En þótt forsetinn hafi fallið frá þessum tvö þúsund lögsóknunum vandar hann ríkjum sem hafa gagnrýnt hreinsanirnar eftir valdaránstilraunina ekki kveðjurnar og sakar leiðtoga þeirra um óheiðarleika. „Höfum eitt á hreinu. Hvert ríki og hver leiðtogi sem hefur meiri áhyggjur af afdrifum byltingarmannannna, heldur en rétti Tyrkja til að lifa og framtíð Tyrklands, þeir eru ekki vinir Tyrklands.“ Tengdar fréttir 1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forseti Tyrklands hefur ákveðið að falla frá um tvö þúsund lögsóknum á hendur fólki sem hefur að hans mati móðgað hann sem þjóðhöfðingja. Hann lýsti því jafnframt yfir að þeir sem sýndu valdaránsmönnum samúð væru engir vinir Tyrklands. Gríðarlegar hreinsanir hafa átt sér stað í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán hluta hersins dagana 15. og 16. júlí síðastliðinn og hafa tugir þúsunda manna verið handteknar og svift embættum sínum. Þá hefur miklum fjölda fjölmiðla verið lokað. Recep Tayyip Erdogan forseti landsins er einstaklega hörundssár þjóðarleiðtogi og hafa um tvö þúsund manns verið lögsótt fyrir niðrandi ummæli um forsetann eða teiknimyndir sem setja hann í skoplegt eða gagnrýnið ljós frá því hann tók við völdum fyrir átján mánuðum. Í dag opnaði forsetinn menningarsetur í Ankara til heiðurs fórnarlamba valdaránstilraunarinnar og virtist þá hafa myldast aðeins. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að draga öll dómsmál vegna til baka gegn þeim sem hafa vanvirt mig og móðgað í gegnum tíðina,“ sagði Erdogan á opnum fundi. Þetta sagðist forsetinn gera í anda þeirrar samstöðu sem skapast hefði í landinu eftir valdaránstilraunina. En það getur varðað allt að fjórum árum í fangelsi að móðga forsetann samkvæmt tyrkneskum lögum sem hefur nánast aldrei verið beitt fyrir valdatöku Erdogans fyrir átján mánuðum. Hann hefur beitt lögunum gegn blaðamönnum, teiknurum, fræðimönnum og jafnvel börnum. En þótt forsetinn hafi fallið frá þessum tvö þúsund lögsóknunum vandar hann ríkjum sem hafa gagnrýnt hreinsanirnar eftir valdaránstilraunina ekki kveðjurnar og sakar leiðtoga þeirra um óheiðarleika. „Höfum eitt á hreinu. Hvert ríki og hver leiðtogi sem hefur meiri áhyggjur af afdrifum byltingarmannannna, heldur en rétti Tyrkja til að lifa og framtíð Tyrklands, þeir eru ekki vinir Tyrklands.“
Tengdar fréttir 1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36
Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08