Erdogan féll frá lögsóknum á hendur fólki sem hefur móðgað hann Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2016 20:31 Forseti Tyrklands hefur ákveðið að falla frá um tvö þúsund lögsóknum á hendur fólki sem hefur að hans mati móðgað hann sem þjóðhöfðingja. Hann lýsti því jafnframt yfir að þeir sem sýndu valdaránsmönnum samúð væru engir vinir Tyrklands. Gríðarlegar hreinsanir hafa átt sér stað í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán hluta hersins dagana 15. og 16. júlí síðastliðinn og hafa tugir þúsunda manna verið handteknar og svift embættum sínum. Þá hefur miklum fjölda fjölmiðla verið lokað. Recep Tayyip Erdogan forseti landsins er einstaklega hörundssár þjóðarleiðtogi og hafa um tvö þúsund manns verið lögsótt fyrir niðrandi ummæli um forsetann eða teiknimyndir sem setja hann í skoplegt eða gagnrýnið ljós frá því hann tók við völdum fyrir átján mánuðum. Í dag opnaði forsetinn menningarsetur í Ankara til heiðurs fórnarlamba valdaránstilraunarinnar og virtist þá hafa myldast aðeins. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að draga öll dómsmál vegna til baka gegn þeim sem hafa vanvirt mig og móðgað í gegnum tíðina,“ sagði Erdogan á opnum fundi. Þetta sagðist forsetinn gera í anda þeirrar samstöðu sem skapast hefði í landinu eftir valdaránstilraunina. En það getur varðað allt að fjórum árum í fangelsi að móðga forsetann samkvæmt tyrkneskum lögum sem hefur nánast aldrei verið beitt fyrir valdatöku Erdogans fyrir átján mánuðum. Hann hefur beitt lögunum gegn blaðamönnum, teiknurum, fræðimönnum og jafnvel börnum. En þótt forsetinn hafi fallið frá þessum tvö þúsund lögsóknunum vandar hann ríkjum sem hafa gagnrýnt hreinsanirnar eftir valdaránstilraunina ekki kveðjurnar og sakar leiðtoga þeirra um óheiðarleika. „Höfum eitt á hreinu. Hvert ríki og hver leiðtogi sem hefur meiri áhyggjur af afdrifum byltingarmannannna, heldur en rétti Tyrkja til að lifa og framtíð Tyrklands, þeir eru ekki vinir Tyrklands.“ Tengdar fréttir 1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Forseti Tyrklands hefur ákveðið að falla frá um tvö þúsund lögsóknum á hendur fólki sem hefur að hans mati móðgað hann sem þjóðhöfðingja. Hann lýsti því jafnframt yfir að þeir sem sýndu valdaránsmönnum samúð væru engir vinir Tyrklands. Gríðarlegar hreinsanir hafa átt sér stað í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán hluta hersins dagana 15. og 16. júlí síðastliðinn og hafa tugir þúsunda manna verið handteknar og svift embættum sínum. Þá hefur miklum fjölda fjölmiðla verið lokað. Recep Tayyip Erdogan forseti landsins er einstaklega hörundssár þjóðarleiðtogi og hafa um tvö þúsund manns verið lögsótt fyrir niðrandi ummæli um forsetann eða teiknimyndir sem setja hann í skoplegt eða gagnrýnið ljós frá því hann tók við völdum fyrir átján mánuðum. Í dag opnaði forsetinn menningarsetur í Ankara til heiðurs fórnarlamba valdaránstilraunarinnar og virtist þá hafa myldast aðeins. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að draga öll dómsmál vegna til baka gegn þeim sem hafa vanvirt mig og móðgað í gegnum tíðina,“ sagði Erdogan á opnum fundi. Þetta sagðist forsetinn gera í anda þeirrar samstöðu sem skapast hefði í landinu eftir valdaránstilraunina. En það getur varðað allt að fjórum árum í fangelsi að móðga forsetann samkvæmt tyrkneskum lögum sem hefur nánast aldrei verið beitt fyrir valdatöku Erdogans fyrir átján mánuðum. Hann hefur beitt lögunum gegn blaðamönnum, teiknurum, fræðimönnum og jafnvel börnum. En þótt forsetinn hafi fallið frá þessum tvö þúsund lögsóknunum vandar hann ríkjum sem hafa gagnrýnt hreinsanirnar eftir valdaránstilraunina ekki kveðjurnar og sakar leiðtoga þeirra um óheiðarleika. „Höfum eitt á hreinu. Hvert ríki og hver leiðtogi sem hefur meiri áhyggjur af afdrifum byltingarmannannna, heldur en rétti Tyrkja til að lifa og framtíð Tyrklands, þeir eru ekki vinir Tyrklands.“
Tengdar fréttir 1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36 Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum „Það er enn verið að leita að fólki.“ 27. júlí 2016 23:36
Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru Yfirlýst neyðarástand í Tyrklandi veitir Tyrklandsforseta og ríkisstjórn heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins. 23. júlí 2016 12:37
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent