Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Una Sighvatsdóttir skrifar 25. júlí 2016 21:08 Nú þegar rétt rúm vika er liðin frá því að herinn reyndi að steypa stjórnvöldum í Tyrklandi gengur daglegt líf að mestu sinn vanagang, allavega á yfirborðinu. En undir niðri er þó spenna og óróleiki. Valdarántilraunin var óvænt, og algjörlega misheppnuð, en afleiðingarnar hafa verið geigvænlegar fyrir tyrkneskt samfélag og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Þótt fordæmi séu fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi eiga atburðir liðinna viku sér enga hliðstæðu. Sé leitað utan Tyrklands má finna líkindi við menningarbyltingu Maós í Kína og byltingu Íslamista í Íran 1979. Valdarán er þó engin bylting, en það eru fremur aðgerðir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfarið sem vekja spurningar um hvort hann sé að stýra sinni eigin byltingu, með algjöru endurskipulagi á tyrkneska ríkinu.Erdogan með ríkisstjórn Tyrklands.Vísir/GettyVill breyta stjórnarfarinu í forsetaræðiErdogan hefur um nokkra hríð haft hug á því að breyta stjórnarfari Tyrklands í forsetaræði. Neyðarlögin í landinu veita honum svigrúm til þess að fara fram hjá þinginu við lagasetningu og óttast margir að hann muni nýta það til að festa eigin valdastöðu í sessi. Þá hyggjast stjórnvöld á næstu mánuðum ráða þúsundir nýrra kennara, dómara og saksóknara í stað þeirra sem reknir hafa verið úr starfi vegna grunaðra tengsla við valdaránið. Þeir opinberu starfsmenn sem verða fyrir hreinsunum Erdogans hafa í raun verið brennimerktir sem óvinir ríkisins. Þeir skipta tugum þúsunda og að meðtöldum fjölskyldum þeirra er því ljóst að hreinsanirnar hafa áhrif á líf gríðarlegs fjölda Tyrkja. Þetta fólk fer nú með veggjum og varla nokkur maður fæst til að tjá sig með gagnrýnum hætti. Enda ríkir talsverð óvissa um það hverjir hafi orðið hreinsunum að bráð eða hverjir verði næstir.Blaðamenn finna fyrir þrýstingiStjórnvöld í Tyrklandi gáfu í dag út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum. Áður hafði nokkrum fjölmiðlum verið lokað vegna gruns um tengsl við valdaránið, en fram til þessa höfðu hinar pólitísku hreinsanir ekki bitnað á einstaka, nafngreindum blaðamönnum. Við hittum blaðamenn hér a Hürriyet fréttastofunni, sem segjast finna fyrir þrýstingi en þeir reyni að segja hlutlausar fréttir og veita stjórnvöldum aðhald til þess að þau gangi ekki of langt.Hürriyet Daily News er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar og á nóttu valdaránsins réðust vopnaðir hermenn til inngöngu á má enn sjá för eftir byssukúlur í veggjum. Fréttastjórinn Özgur Korkmaz segir að það hafi aldrei verið auðvelt að vera blaðamaður í Tyrklandi. „Ríkisstjórnin og Erdogan hafa áður gagnrýnt blaðamenn harðlega,“ segir Özgur Korkmaz. „Þeir hafa nefnt nöfn í ræðum til almennings til þess að benda á hvað hefur verið skrifað og þar með gert þá að skotmörkum. Svo það hefur ekki verið auðvelt starf að vera blaðamaður í Tyrklandi.“Þarf Erdogan á frjálsum fjölmiðlum að halda?Hann segir hins vegar nokkuð óvænta þróun hafa orðið við valdaránstilraunina. Ríkissjónvarpið var tekið yfir af hernum og Erdogan þurft að nýta sér frjálsa fjölmiðla og facetime til að ná til almennings. Í kjölfarið sé eins og Erdogan sjái sér ákveðinn hag í einkareknum fjölmiðlum. „Þannig lítur það út í dag en við vitum ekki hvert þetta stefnir. Við verðum bara að bíða og sjá. Vegna fyrri reynslu höfum við áhyggjur af því að ástandið færist nær því sem áður var en við verðum að bíða og sjá.“Özgir segir að tyrkneska þjóðin sé enn í áfalli yfir atburðum síðustu viku. „Allir eru að velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst? Hvernig gat það gerst að menn sem er reiðubúnir til þess að sprengja sitt eigið fólk komst í áhrifastöðu í hernum? Þetta voru yfirmenn í hernum. Margir velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst þannig að það fólk hér er enn í miklu sjokki.“ Ekki megi vanmeta alvarleika þessara atburða og því sé skiljanlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða. Enn sem komið er séu þær innan eðlilegra marka. „Já, aðgerðirnar eru öfgafullar. Tölur handtekna eru gífurlegar en hættan var svo mikil að í augnablikinu er það ekki það mikilvægasta fyrir fólkið í Tyrklandi. Jafnvel andstæðingar Erdogans segja; „ok við erum að fylgjast með, gerðu það sem þú vilt en við fylgjumst áfram með.“ Auðvitað erum við að fylgjast með.“ Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00 Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Nú þegar rétt rúm vika er liðin frá því að herinn reyndi að steypa stjórnvöldum í Tyrklandi gengur daglegt líf að mestu sinn vanagang, allavega á yfirborðinu. En undir niðri er þó spenna og óróleiki. Valdarántilraunin var óvænt, og algjörlega misheppnuð, en afleiðingarnar hafa verið geigvænlegar fyrir tyrkneskt samfélag og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Þótt fordæmi séu fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi eiga atburðir liðinna viku sér enga hliðstæðu. Sé leitað utan Tyrklands má finna líkindi við menningarbyltingu Maós í Kína og byltingu Íslamista í Íran 1979. Valdarán er þó engin bylting, en það eru fremur aðgerðir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfarið sem vekja spurningar um hvort hann sé að stýra sinni eigin byltingu, með algjöru endurskipulagi á tyrkneska ríkinu.Erdogan með ríkisstjórn Tyrklands.Vísir/GettyVill breyta stjórnarfarinu í forsetaræðiErdogan hefur um nokkra hríð haft hug á því að breyta stjórnarfari Tyrklands í forsetaræði. Neyðarlögin í landinu veita honum svigrúm til þess að fara fram hjá þinginu við lagasetningu og óttast margir að hann muni nýta það til að festa eigin valdastöðu í sessi. Þá hyggjast stjórnvöld á næstu mánuðum ráða þúsundir nýrra kennara, dómara og saksóknara í stað þeirra sem reknir hafa verið úr starfi vegna grunaðra tengsla við valdaránið. Þeir opinberu starfsmenn sem verða fyrir hreinsunum Erdogans hafa í raun verið brennimerktir sem óvinir ríkisins. Þeir skipta tugum þúsunda og að meðtöldum fjölskyldum þeirra er því ljóst að hreinsanirnar hafa áhrif á líf gríðarlegs fjölda Tyrkja. Þetta fólk fer nú með veggjum og varla nokkur maður fæst til að tjá sig með gagnrýnum hætti. Enda ríkir talsverð óvissa um það hverjir hafi orðið hreinsunum að bráð eða hverjir verði næstir.Blaðamenn finna fyrir þrýstingiStjórnvöld í Tyrklandi gáfu í dag út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum. Áður hafði nokkrum fjölmiðlum verið lokað vegna gruns um tengsl við valdaránið, en fram til þessa höfðu hinar pólitísku hreinsanir ekki bitnað á einstaka, nafngreindum blaðamönnum. Við hittum blaðamenn hér a Hürriyet fréttastofunni, sem segjast finna fyrir þrýstingi en þeir reyni að segja hlutlausar fréttir og veita stjórnvöldum aðhald til þess að þau gangi ekki of langt.Hürriyet Daily News er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar og á nóttu valdaránsins réðust vopnaðir hermenn til inngöngu á má enn sjá för eftir byssukúlur í veggjum. Fréttastjórinn Özgur Korkmaz segir að það hafi aldrei verið auðvelt að vera blaðamaður í Tyrklandi. „Ríkisstjórnin og Erdogan hafa áður gagnrýnt blaðamenn harðlega,“ segir Özgur Korkmaz. „Þeir hafa nefnt nöfn í ræðum til almennings til þess að benda á hvað hefur verið skrifað og þar með gert þá að skotmörkum. Svo það hefur ekki verið auðvelt starf að vera blaðamaður í Tyrklandi.“Þarf Erdogan á frjálsum fjölmiðlum að halda?Hann segir hins vegar nokkuð óvænta þróun hafa orðið við valdaránstilraunina. Ríkissjónvarpið var tekið yfir af hernum og Erdogan þurft að nýta sér frjálsa fjölmiðla og facetime til að ná til almennings. Í kjölfarið sé eins og Erdogan sjái sér ákveðinn hag í einkareknum fjölmiðlum. „Þannig lítur það út í dag en við vitum ekki hvert þetta stefnir. Við verðum bara að bíða og sjá. Vegna fyrri reynslu höfum við áhyggjur af því að ástandið færist nær því sem áður var en við verðum að bíða og sjá.“Özgir segir að tyrkneska þjóðin sé enn í áfalli yfir atburðum síðustu viku. „Allir eru að velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst? Hvernig gat það gerst að menn sem er reiðubúnir til þess að sprengja sitt eigið fólk komst í áhrifastöðu í hernum? Þetta voru yfirmenn í hernum. Margir velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst þannig að það fólk hér er enn í miklu sjokki.“ Ekki megi vanmeta alvarleika þessara atburða og því sé skiljanlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða. Enn sem komið er séu þær innan eðlilegra marka. „Já, aðgerðirnar eru öfgafullar. Tölur handtekna eru gífurlegar en hættan var svo mikil að í augnablikinu er það ekki það mikilvægasta fyrir fólkið í Tyrklandi. Jafnvel andstæðingar Erdogans segja; „ok við erum að fylgjast með, gerðu það sem þú vilt en við fylgjumst áfram með.“ Auðvitað erum við að fylgjast með.“
Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00 Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00
Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26
Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31