1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 23:36 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins. Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins.
Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36