1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 23:36 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins. Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins.
Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36