Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2016 09:07 Khan-hjónin ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins fyrr í vikunni. Vísir/AFP Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004. Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila