Segir Demókrata ljúga um sig Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2016 13:37 Donald Trump. Vísir/GEtty Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segir ræðumenn á landsfundi demókrata hafa logið um sig. Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. Hann talaði sérstaklega um einn ræðumann en án þess að nefna hann á nafn sagði hann að ræðumaðurinn væri mjög lítill. Rétt er að taka fram að Trump notaði orðið „hit“ en hann hefur margsinnis notað það áður um að ráðast munnlega gegn einhverjum. Trump virtist verulega reiður þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína og blaðamenn í Iowa í nótt. Þegar hann ræddi um „litla“ ræðumanninn, virtist Trump þó vera að tala um að berja hann. „Ég vildi berja hann svo fast að höfuð hans myndi snúast í hringi. Hann myndi ekki hafa hugmynd um hvað hefði gerst.“Trump sagði að einhverjir ræðumenn demókrata hefðu starfað með honum áður, en framboð Trump hefur ekki viljað tjá sig við CNN um hvaða ræðumenn hann hafi verið að tala. Fjölmargir ræðumenn Demókrata fjölluðu um Trump og þar á meðal var Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York. Hann sagði til dæmis að Trump væri „hættulegur lýðskrumari“. Hann sagði Trump hafa skilið eftir sig slóð gjaldþrota, ógreiddra starfsmanna og óánægðra viðskiptafélaga. Trump segir að hann hafi langað að ráðast gegn fólkinu sem fjallaði um sig, en að vinur hans hefði sagt honum að gera það ekki. Þetta væru að mestu lygar og hann ætti að einbeita sér að Hillary Clinton. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Michelle Obama gagnrýndi Trump harðlega á flokkþingi demókrata Bernie Sanders hvatti alla demókrata til að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. 26. júlí 2016 09:51 Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45 Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. 28. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segir ræðumenn á landsfundi demókrata hafa logið um sig. Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. Hann talaði sérstaklega um einn ræðumann en án þess að nefna hann á nafn sagði hann að ræðumaðurinn væri mjög lítill. Rétt er að taka fram að Trump notaði orðið „hit“ en hann hefur margsinnis notað það áður um að ráðast munnlega gegn einhverjum. Trump virtist verulega reiður þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína og blaðamenn í Iowa í nótt. Þegar hann ræddi um „litla“ ræðumanninn, virtist Trump þó vera að tala um að berja hann. „Ég vildi berja hann svo fast að höfuð hans myndi snúast í hringi. Hann myndi ekki hafa hugmynd um hvað hefði gerst.“Trump sagði að einhverjir ræðumenn demókrata hefðu starfað með honum áður, en framboð Trump hefur ekki viljað tjá sig við CNN um hvaða ræðumenn hann hafi verið að tala. Fjölmargir ræðumenn Demókrata fjölluðu um Trump og þar á meðal var Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York. Hann sagði til dæmis að Trump væri „hættulegur lýðskrumari“. Hann sagði Trump hafa skilið eftir sig slóð gjaldþrota, ógreiddra starfsmanna og óánægðra viðskiptafélaga. Trump segir að hann hafi langað að ráðast gegn fólkinu sem fjallaði um sig, en að vinur hans hefði sagt honum að gera það ekki. Þetta væru að mestu lygar og hann ætti að einbeita sér að Hillary Clinton.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Michelle Obama gagnrýndi Trump harðlega á flokkþingi demókrata Bernie Sanders hvatti alla demókrata til að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. 26. júlí 2016 09:51 Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45 Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. 28. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Michelle Obama gagnrýndi Trump harðlega á flokkþingi demókrata Bernie Sanders hvatti alla demókrata til að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. 26. júlí 2016 09:51
Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45
Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Wikileaks hefur einnig birt tugþúsundir tölvupósta frá Hillary Clinton. 28. júlí 2016 07:00