Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2016 07:58 Clinton fór mikinn í ræðu sinni enda var mikilvægt að hún sýndi hversu sterkur leiðtogi hún er. Vísir/EPA Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27
Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00