Erlent

Obama biðlar til Bandaríkjamanna um að örvænta ekki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barack Obama ávarpaði bandarísku þjóðina á minningarathöfn um lögreglumennina fimm sem létust í Dallas.
Barack Obama ávarpaði bandarísku þjóðina á minningarathöfn um lögreglumennina fimm sem létust í Dallas. Vísir/Getty

Barack Obama Bandaríkjaforseti var viðstaddur sérstaka minningarathögn um lögregluþjónanna fimm sem létust í skotárásinni í Dallas í síðustu viku. Hvatti hann landa sína til þess að örvænta ekki.

„Það er auðveld að hugsa sér að þetta muni versna héðan í frá,“ sagði Obama fyrir fullum sal í Dallas. „Við verðum samt sem áður að hafna slíkri örvæntingu.“

Bandarískt þjóðfélag hefur verið í uppnámi vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar.

Maðurinn sem stóð fyrir árásinni í Dallas sagði að skotmörk sín hafi verið hvítir lögreglumenn og hann hafi verið reiður yfir dauðsföllum Alton Sterling og Philando Castile sem drepnir voru af lögreglu, fyrir litlar sakir að því er virðist.

Viðstaddir minningarathöfnina voru auk Obama og eiginkonu hans Michelle, Joe Biden varaforseti, George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti auk fjölda annarra fyrirmanna.

Obama og Biden hafa undanfarna daga fundað með yfirmönnum löggæslu í Bandaríkjunum til þess að skoða hvernig hægt sé að koma á umbótum á löggæslu í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.