Mohamed Lahouaiej Bouhlel sagður ódæðismaðurinn Jakob Bjarnar og Samúel Karl Ólason skrifa 15. júlí 2016 14:14 Mohamed Lahouaiej Bouhlel er líkast til hataðasti maður í Evrópu um þessar mundir. Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15