Erlent

1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Herinn lokaði götum með skriðdrekum í gær.
Herinn lokaði götum með skriðdrekum í gær. Vísir/EPA
190 eru látnir eftir tilraun til valdaráns í Tyrklandi. Þar af teljast 104 til hóps uppreisnarmanna. Tyrkneski herinn í gerði í gærkvöldi tilraun til þess að ræna völdum í landinu. Tilraunin heppnaðist ekki og hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, fordæmt aðgerðirnar.

Samtals hafa um 1563 starfsmenn hersins víðsvegar um Tyrkland verið handteknir. Samkvæmt CNN eru margir þeirra ungir óbreyttir hermenn.

1154 slösuðust í gær og nótt og því hefur verið mikið að gera hjá spítölum í landinu.

Aðgerðir uppreisnarmanna hófust í gær.

Sjá hér: Örskýring: Hvers vegna réðst herinn til atlögu?

Hermenn tóku yfir höfuðstöðvar tyrkneskra fjölmiðla Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl auk Bospórus-brúarinnar og Fatih Sultan Mehmet brúnna yfir Bospórussundið. Með því vildi herinn tryggja að enginn kæmist til eða frá vestari hluta landsins. Í austari hlutanum tóku hermenn einnig yfir mikilvæg skotmörk í höfuðborginni Ankara. Þegar yfir lauk fór valdaránið hins vegar út um þúfur. Það skilur eftir sig spurningar á borð við hvers vegna og hví herinn reyndi yfir höfuð að ná völdum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×