Skotinn við hlið kærustunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2016 09:00 Fólk hefur safnast saman í bænum Baton Rouge í Luisiana til að mótmæla lögregluofbeldi. vísir/epa Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira
Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira