Skotinn við hlið kærustunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2016 09:00 Fólk hefur safnast saman í bænum Baton Rouge í Luisiana til að mótmæla lögregluofbeldi. vísir/epa Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira