Skotinn við hlið kærustunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2016 09:00 Fólk hefur safnast saman í bænum Baton Rouge í Luisiana til að mótmæla lögregluofbeldi. vísir/epa Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira