Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:55 Beyoncé hvetur til samstöðu um réttindi svartra. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“ Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“
Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00