Erlent

Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Pokémon Go hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma.
Pokémon Go hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma. mynd/Niantic
Nítján ára stúlka í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum gekk fram á lík þegar hún var í leit að pokémonum í Pokémon Go leiknum.

Hin nítján ára gamla Shayla Wiggins, frá bænum Riverton, var á gangi hjá Big Wind River í leit að vatna-pokémonum. Eftir nokkra stund sá hún lík fljóta í ánni.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. Ekkert bendir til þess að andlát hans hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Pokémon Go leikurinn var gefinn út fyrr í þessari viku fyrir Android og iOs tæki. Leikurinn er aðgengilegur fólki í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Íslenskir Android notendur geta nálgast hann með krókaleiðum og má sjá nokkra á vappi í Vesturbænum og Öskjuhlíðinni í leit að Pokémonum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×