Erlent

Íbúar Bahamaeyja beðnir um að hafa varann á í Bandaríkjunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá mótmælagöngu í New York.
Frá mótmælagöngu í New York. vísir/epa
Yfirvöld á Bahama-eyjum hafa gefið út tilmæli til ferðalanga á leið til Bandaríkjanna vegna árása lögreglu gegn þeldökkum.

„Utanríkisráðuneytið hefur orðið vart við aukna spennu í sumum borgum Bandaríkjanna þar sem ungir, þeldökkir karlmenn voru felldir af lögreglumönnum,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í tilkynningunni eru ferðalangar beðnir um að hafa varann á þegar þeir ferðast til Bandaríkjanna. Þá er þeim tilmælum beint til þeirra að passa sig sérstaklega í þeim borgum þar sem skotárásirnar hafa átt sér stað.

„Sérstaklega biðjum við unga karlmenn um að sýna sérstaka varúð í umræddum borgum í samskiptum sínum við lögreglu. Fylgið fyrirmælum og verið samvinnuþýðir.“

Tilkynningin var gefin út í kjölfar þess að tveir svartir menn, Alton Sterling og Philand Castile, voru skotnir til bana af lögreglumönnum í Minnesota og Baton Rouge. Vegna dauða þeirra skaut maður í Dallas fimm lögreglumenn til bana.


Tengdar fréttir

Skotinn við hlið kærustunnar

Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana.

Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile

"Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld.

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×