Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:55 Beyoncé hvetur til samstöðu um réttindi svartra. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“ Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“
Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent