Breska stjórnarandstaðan í molum í kjölfar Brexit Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 17:32 Jeremy Corbyn þykir ekki hafa sýnt nægilega sannfæringu er Verkamannaflokkurinn hvatti Breta til að kjósa með áframhaldandi aðild. Vísir/EPA Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14
Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00