Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 18:31 Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. Vísir/Getty „Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016 Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
„Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016
Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11