Jón Hákon á þurrt um næstu helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 19:29 Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna nú að því að koma fiskibátnum Jóni Hákoni BA 60 á flot. Verkið gengur vel og reiknað er með að takist að koma skipinu á flot á ný um næstu helgi. Aðgerðir hófust á föstudaginn og að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingarbáturinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Frá aðgerðum á ÍsafjarðardjúpiMynd/LandhelgisgæslanAuðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að vel gangi að koma bátnum á flot en aðstæður hafi verið góðar á Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur verið í undirbúningi frá því í vetur en við vorum í raun bara að bíða eftir sumrinu og öruggari veðri. Nú eru betri birtuskilyrði í sjónum og veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga,“ segir Auðunn. Jón Hákon var á um 80 metra dýpi í Ísafjarðardjúpi eftir að hann sökk síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Aðgerðirnar við að koma bátnum á flot á ný eru í fullum gangi og nú þegar er búið að lyfta skipinu töluvert. Komið var krók í hann og bátnum lyft á grynnri sjó svo betur mætti undirbúa aðgerðina við að koma honum á flot.Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/Landhelgisgæsla„Við settum hann á fimmtán metra dýpi. Þar getum við kafað við hann og undirbúið það að lyfta honum. Það er verið að tæma úr honum afla úr lestum og veiðarfærum sem fest hafa í honum frá því að hann sökk. Svo þarf að þétta rými svo hægt sé að lyfta honum eftir að við setjum á hann lyftibelgi,“ segir Auðunn. Reiknar Auðunn með að Jóni Hákoni verði kominn á flot í kringum næstu helgi takist allt vel. Eftir það tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við og heldur áfram rannsókn sinni á slysinu. Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira
Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna nú að því að koma fiskibátnum Jóni Hákoni BA 60 á flot. Verkið gengur vel og reiknað er með að takist að koma skipinu á flot á ný um næstu helgi. Aðgerðir hófust á föstudaginn og að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingarbáturinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Frá aðgerðum á ÍsafjarðardjúpiMynd/LandhelgisgæslanAuðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að vel gangi að koma bátnum á flot en aðstæður hafi verið góðar á Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur verið í undirbúningi frá því í vetur en við vorum í raun bara að bíða eftir sumrinu og öruggari veðri. Nú eru betri birtuskilyrði í sjónum og veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga,“ segir Auðunn. Jón Hákon var á um 80 metra dýpi í Ísafjarðardjúpi eftir að hann sökk síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Aðgerðirnar við að koma bátnum á flot á ný eru í fullum gangi og nú þegar er búið að lyfta skipinu töluvert. Komið var krók í hann og bátnum lyft á grynnri sjó svo betur mætti undirbúa aðgerðina við að koma honum á flot.Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/Landhelgisgæsla„Við settum hann á fimmtán metra dýpi. Þar getum við kafað við hann og undirbúið það að lyfta honum. Það er verið að tæma úr honum afla úr lestum og veiðarfærum sem fest hafa í honum frá því að hann sökk. Svo þarf að þétta rými svo hægt sé að lyfta honum eftir að við setjum á hann lyftibelgi,“ segir Auðunn. Reiknar Auðunn með að Jóni Hákoni verði kominn á flot í kringum næstu helgi takist allt vel. Eftir það tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við og heldur áfram rannsókn sinni á slysinu. Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný.
Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira
Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20