Innlent

Jón Hákon á þurrt um næstu helgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.
Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna nú að því að koma fiskibátnum Jóni Hákoni BA 60 á flot. Verkið gengur vel og reiknað er með að takist að koma skipinu á flot á ný um næstu helgi.

Aðgerðir hófust á föstudaginn og að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingarbáturinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Frá aðgerðum á ÍsafjarðardjúpiMynd/Landhelgisgæslan
Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að vel gangi að koma bátnum á flot en aðstæður hafi verið góðar á Ísafjarðardjúpi.

„Þetta hefur verið í undirbúningi frá því í vetur en við vorum í raun bara að bíða eftir sumrinu og öruggari veðri. Nú eru betri birtuskilyrði í sjónum og veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga,“ segir Auðunn.

Jón Hákon var á um 80 metra dýpi í Ísafjarðardjúpi eftir að hann sökk síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný.

Aðgerðirnar við að koma bátnum á flot á ný eru í fullum gangi og nú þegar er búið að lyfta skipinu töluvert. Komið var krók í hann og bátnum lyft á grynnri sjó svo betur mætti undirbúa aðgerðina við að koma honum á flot.

Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/Landhelgisgæsla
„Við settum hann á fimmtán metra dýpi. Þar getum við kafað við hann og undirbúið það að lyfta honum. Það er verið að tæma úr honum afla úr lestum og veiðarfærum sem fest hafa í honum frá því að hann sökk. Svo þarf að þétta rými svo hægt sé að lyfta honum eftir að við setjum á hann lyftibelgi,“ segir Auðunn.

Reiknar Auðunn með að Jóni Hákoni verði kominn á flot í kringum næstu helgi takist allt vel. Eftir það tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við og heldur áfram rannsókn sinni á slysinu.

Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.