Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2015 14:16 Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk. vísir/hafþór gunnarsson Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11