Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2015 14:16 Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk. vísir/hafþór gunnarsson Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11