Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júní 2016 08:45 Mateen lést í átökum við lögreglu eftir að hafa myrt 49 manns. Vísir/EPA Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni. Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.
Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40