Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 11:15 Ragnar var staddur í Flórída stuttu áður en árásin var gerð. Hann rakst á öryggisvörð en grunaði ekki að vörðurinn myndi í kjölfarið verða þekktur sem hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð á mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Vísir/RTH/EPA „Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
„Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent