Morðingi Cox sagður tengjast bandarískum nýnasistum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júní 2016 19:15 Frá minningarathöfn í London í dag. David Cameron og Jeremy Corbyn tóku þátt í athöfninni. Vísir/EPA Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41