Morðingi Cox sagður tengjast bandarískum nýnasistum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júní 2016 19:15 Frá minningarathöfn í London í dag. David Cameron og Jeremy Corbyn tóku þátt í athöfninni. Vísir/EPA Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent