Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. maí 2016 07:00 Rodrigo Duterte hefur verið nefndur „Duterte Harry“, með vísan í bíómyndir með Clint Eastwood. vísir/EPA Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira