Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. maí 2016 07:00 Rodrigo Duterte hefur verið nefndur „Duterte Harry“, með vísan í bíómyndir með Clint Eastwood. vísir/EPA Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira