Íslenski boltinn

Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Svensson, leikmaður Víkings, fékk beint rautt spjald í bikarleik liðsins gegn Val í Víkinni í kvöld.

Daninn, sem kom til Víkings rétt fyrir lok félagaskiptagluggans, missti sig á 57. mínútu og lét reka sig af velli fyrir að kýla í punginn á samlanda sínum Nikolaj Hansen í liði Vals.

Svensson fékk dæmda á sig aukaspyrnu fyrir að brjóta á Andra Adolphssyni og gult spjald fyrir að sparka boltanum í Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, mínútu síðar.

Daninn trítlaði svo til baka að eigin vallarhelmingi en ákvað á leiðinni að kýla Hansen í punginn og það nokkuð fast. Kristinn Freyr Sigurðsson trylltist sem og aðrir Valsmenn.

Svo virðist sem Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, hafi ekki séð atvikið en hann hafi fengið aðstoð frá línuverði og fjórða dómara.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×