Litháar vara við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 13:15 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/GETTY Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius. Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius.
Donald Trump Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira